Fyrsta alþjóðlega kvennaskákmótið í Grindavík Fyrsta alþjóðlega kvennaskákmótið á Íslandi verður haldið af Taflfélagi Garðabæjar og Skákfélagi Grindavíkur 5. til 9. mars nk., eins og greint er frá í frétt í blaðinu í dag.

Fyrsta alþjóðlega kvennaskákmótið í Grindavík

Fyrsta alþjóðlega kvennaskákmótið á Íslandi verður haldið af Taflfélagi Garðabæjar og Skákfélagi Grindavíkur 5. til 9. mars nk., eins og greint er frá í frétt í blaðinu í dag. Alþjóðlegt kvennaskákmót Hróksins í vor verður því ekki hið fyrsta hér á landi, eins og ranglega var greint frá í leiðara í blaðinu 19. febrúar sl.

Einum degi of snemma

Í Morgunblaðinu í gær var aðsend grein, sem bar fyrirsögnina "Setjum kraft í hagsmunabaráttu stúdenta". Greinin hófst á orðunum: "Í dag og á morgun er kosið til Stúdentaráðs og Háskólafundar í Háskóla Íslands". Þessi grein birtist einum degi of snemma, sem þýðir að þetta gerist í dag og á morgun.