HANNES Jón Jónsson, handknattleiksmaður frá Selfossi, hefur samið við spænska 2. deildarliðið Naranco frá borginni Oviedo og mun Hannes leika með liðinu næstu þrjá mánuði.

HANNES Jón Jónsson, handknattleiksmaður frá Selfossi, hefur samið við spænska 2. deildarliðið Naranco frá borginni Oviedo og mun Hannes leika með liðinu næstu þrjá mánuði.

"Ég er búin að dvelja hér í viku til reynslu og við komumst að samkomulagi um að ég yrði hér út leiktíðina," sagði Hannes Jón í gær en hann er markahæsti leikmaður Íslandsmótsins. "Liðið er í fallbaráttu en ætlar að gera allt til þess að forðast fallið en portúgalskur landsliðsmaður bættist í hópinn á dögunum. Næsti leikur liðsins er á laugardag og það verður spennandi að taka þátt í þessu verkefni sem ég lít á sem ævintýri og kannski stökkpall í eitthvað meira og stærra ef vel gengur. Það er erftitt að gera sér grein fyrir því hvernig styrkleikinn er á þessari deild en það sem ég hef upplifað á æfingum hjá liðinu lofar góðu og hraðinn er mun meiri en ég átti von á. Að auki er æft mikið meira hér á Spáni en á Selfossi þar sem meistaraflokkur karla fær aðeins að æfa fjórum sinnum í viku," sagði Hannes Jón Jónsson.