Gísli  Gíslason
Gísli Gíslason
GÍSLI Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi og hafnarstjóri Grundartangahafnar, segist vera afar ánægður með yfirlýsingu Landsvirkjunar frá því í gær um Norðlingaölduveitu og stækkun Norðuráls.

GÍSLI Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi og hafnarstjóri Grundartangahafnar, segist vera afar ánægður með yfirlýsingu Landsvirkjunar frá því í gær um Norðlingaölduveitu og stækkun Norðuráls.

"Við höfum lagt mikið upp úr því að þetta mál fái farsælan framgang. Þetta er einstakt tækifæri til að efla svæðið norðan Hvalfjarðar enn frekar. Við treystum því að yfirlýsing Landsvirkjunar muni leiða til farsællar niðurstöðu innan skamms tíma," segir Gísli.

Atvinnuleysi hefur farið vaxandi á Vesturlandi líkt og annars staðar í landinu og Gísli telur að þrátt fyrir tímabundnar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar þá sé besta lausnin sú að sjá varanleg atvinnutækifæri verða til með stækkuðu álveri á Grundartanga. Starfsmenn Norðuráls í dag eru um 200 talsins en með stækkun upp í 180 þúsund tonn gætu bæst við 150 ný störf við álverið.

"Ég er afar bjartsýnn á að þetta verkefni nái fram að ganga og þykist vita að unnið verði að því hörðum höndum. Þó að einhver vinna sé eftir þá hefur Landsvirkjun stigið verulega stórt skref," segir Gísli.