"Ég veit það, ég veit það!" hrópuðu krakkarnir í Skákskóla Hróksins einum rómi þegar leiðbeinandinn spurði um tæknileg atriði sem snúa að skákinni.
"Ég veit það, ég veit það!" hrópuðu krakkarnir í Skákskóla Hróksins einum rómi þegar leiðbeinandinn spurði um tæknileg atriði sem snúa að skákinni.
FJÖLMARGIR ungir og efnilegir skákáhugamenn hafa stundað nám í Skákskóla Hróksins og Eddu undanfarna daga en kennslunni lýkur í dag. Þar hafa þeir lært margt um herkænsku og herbrögð sem koma sér vel þegar skákin er annars vegar.

FJÖLMARGIR ungir og efnilegir skákáhugamenn hafa stundað nám í Skákskóla Hróksins og Eddu undanfarna daga en kennslunni lýkur í dag. Þar hafa þeir lært margt um herkænsku og herbrögð sem koma sér vel þegar skákin er annars vegar.

Skákskólinn hefur haft aðstöðu á Kjarvalsstöðum og hefur Guðfríður Lilja Grétarsdóttir verið meðal leiðbeinenda. Nemendur sem nú "útskrifast" hafa verið mjög áhugasamir og eiga eflaust eftir að nota sitthvað af lærdómi sínum í tilraunum til að sigra verðuga andstæðinga í framtíðinni.