Nemendur í fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri opna sýningu.
Nemendur í fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri opna sýningu.
NEMENDUR í fagurlistadeild Myndlistarskólans á Akureyri opna sýninguna "Glás" í Galleríi Gersemi, fyrir ofan Bláu könnuna á fimmtudag, 27. febrúar kl. 17.

NEMENDUR í fagurlistadeild Myndlistarskólans á Akureyri opna sýninguna "Glás" í Galleríi Gersemi, fyrir ofan Bláu könnuna á fimmtudag, 27. febrúar kl. 17. Sýningin er samvinnuverkefni sem byggt er á

sjálfstæðum verkum nemendanna í umsjón Hlyns Hallssonar. Verkin eru fjölbreytt m.a. innsetningar, textaverk, videoverk, ljósmyndir, skúlptúrar, textílverk, grafík og málverk.

Listnemarnir eru Anna Guðlaug Jóhannsdóttir, Auður Brynjólfsdóttir, Bergþór Mortens, Björg Eiríksdóttir, Dagrún Sævarsdóttir, Edda Þórey Kristfinnsdóttir, Edda Sóley Þorsteinsdóttir, Helga S.Valdimarsdóttir, Herdís Björk Þórðardóttir, Ingibjörg Matthíasdóttir, Jóna B. Jakobsdóttir, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kjartan Sigtryggsson og Unnur Óttarsdóttir.

Sýningin verður opin föstudag, laugardag og sunnudag kl. 14-18.