NÍU íslenskir snókerspilarar verða meðal keppenda á Norðurlandamótinu sem fram fer í Tampere í Finnlandi.

NÍU íslenskir snókerspilarar verða meðal keppenda á Norðurlandamótinu sem fram fer í Tampere í Finnlandi. Þetta er í fjórða sinn sem Norðurlandamót er haldið í íþróttinni og eru íslensku keppendurnir staðráðnir í að endurheimta titilinn sem Finninn Villa Pasanen krækti í í fyrra.

Fyrstu tvö árin sigraði Jóhannes B. Jóhannesson á mótinu en í fyrra tapaði Brynjar Valdimarsson naumlega fyrir Pasanen í úrslitum.

Landsliðið skipa Jóhannes B. Jóhannesson, Ásgeir Ásgeirsson, Gunnar Hreiðarsson, Sumarliði Gústafsson, Arnar Petersen, Ragnar Páll Dyer, Sturla Jónsson, Ágúst Ágústsson og Jónas Þór Jónasson.

Mótið hefst á föstudaginn og lýkur á sunnudaginn.