Brúðarhelgi Garðheima verður haldin laugardaginn 1. og sunnudaginn 2. mars kl. 13-18.
Brúðarhelgi Garðheima verður haldin laugardaginn 1. og sunnudaginn 2. mars kl. 13-18. Kynning verður á flestu sem tengist brúðkaupsundirbúningi; brúðarkjólum og fatnaði, brúðarvöndum, skarti, myndatöku, veisluföngum, húsgögnum, borðbúnaði og bílaskreytingum, veislusölum og veislutjöldum o.fl. Hátíðartískusýning undir stjórn Unnar Arngrímsdóttur verður kl. 14.30 og 16.30 báða dagana. Fyrirtækin sem taka þátt í brúðarhelginni eru auk Garðheima, Brúðarkjólaleiga Dóru, Brúðarkjólaleiga Katrínar, Prinsessan, verslun Mjódd, Ljósmyndastofan Skugginn, Kristall og postulín, Gunni Magg-úr og skartgripir, Lystadúnn Marco, Línan húsgagnaverslun, Tjaldaleigan skemmtilegt, Veislan, Seltjarnarnesi, Ingvar Helgason, Innes, Ölgerðin, Klakastyttur, Brúðkaup.is og Brúðkaupsvefur.com. Garðheimar eru opnir frá kl. 9-21 alla daga.

Ástríðukvöld á Hótel Glymi verður haldið föstudaginn 7. og laugardaginn 8. mars. Sælkerakokkurinn og píanóleikarinn Alberto Portugheis verður gestakokkur í Hótel Glymi á Ástríðudögum, en hann er annar eigandi veitingastaðarins "Rhapsody" í London. Portugheis hefur verið gestakokkur á hótelum og veitingahúsum í Sviss, á Spáni, í Frakklandi, Grikklandi og víðar. Einnig er hann með matreiðsluþætti fyrir BBC og LBC og veitingahúsaráðgjafi hjá síðarnefndu stöðinni, að því er kemur fram í fréttatilkynningu.