Borgin í bítið Þróunar- og fjölskyldusvið Reykjavíkurborgar í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála boðar til fundar, Borgin í bítið, miðvikudaginn 26. febrúar kl. 8.15-10 á Grand Hóteli.
Borgin í bítið Þróunar- og fjölskyldusvið Reykjavíkurborgar í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála boðar til fundar, Borgin í bítið, miðvikudaginn 26. febrúar kl. 8.15-10 á Grand Hóteli. Fjallað verður um hvernig borgaryfirvöld geti tryggt lífsgæði, velferð og jafnframt frelsi íbúa? Erindi halda: Þórólfur Árnason borgarstjóri og Sigríður Þorgeirsdóttir dósent við Háskóla Íslands. Fundarstjóri er Ólafur Ingi Ólafsson formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa. Að loknum framsöguávörpum verða almennar umræður. Fundurinn er öllum opinn.

Stuðningshópur um krabbamein í eggjastokkum heldur rabbfund í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík, í dag, miðvikudaginn 26. febrúar, kl. 17. Margrét Hákonardóttir geðhjúkrunarfræðingur við þróunarskrifstofu hjúkrunarforstjóra Landspítala - háskólasjúkrahúss verður gestur fundarins og ætlar að bjóða hópnum upp á slökun.