ALLS hófu 2.863 nemendur nám í átta grunnskólum á Suðurnesjum í haust. Flestir eru í Heiðarskóla í Keflavík, 492. Hagstofan hefur gefið út upplýsingar um fjölda nemenda í skólum landsins í haust.

ALLS hófu 2.863 nemendur nám í átta grunnskólum á Suðurnesjum í haust. Flestir eru í Heiðarskóla í Keflavík, 492.

Hagstofan hefur gefið út upplýsingar um fjölda nemenda í skólum landsins í haust.

Þar kemur fram að Heiðarskóli og Holtaskóli, báðir í Keflavík, eru fjölmennstu skólarnir á svæðinu. Í Heiðarskóla eru 492 nemendur og 478 í Holtaskóla. Fámennasti skólinn er Stóru-Vogaskóli í Vatnsleysustrandarhreppi með 178 nemendur.

Grunnskólanemendum á Suðurnesjum hefur fjölgað um liðlega sextíu frá haustinu á undan, úr 2.802 í 2.863.

Hagstofan hefur einnig gefið út tölur um starfslið grunnskóla í haust. Þar kemur fram að tæplega 72% þeirra sem starfa við kennslu í grunnskólum Suðurnesja hafa kennsluréttindi.

Er það heldur hærra hlutfall en á síðasta vetri en talsvert undir landsmeðaltali sem er liðlega 80%.