Listamaðurinn Karl Jóhann Jónsson ásamt gestunum og viðfangefnunum Arthúri Björgvini Bollasyni, Össuri Skarphéðinssyni og Jóhanni Friðgeirssyni.
Listamaðurinn Karl Jóhann Jónsson ásamt gestunum og viðfangefnunum Arthúri Björgvini Bollasyni, Össuri Skarphéðinssyni og Jóhanni Friðgeirssyni.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
LISTAMAÐURINN Karl Jóhann Jónsson opnaði sýninguna Albúm í stóra sal Hafnarborgar, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, um helgina. "Þungamiðja sýningarinnar eru portrett af allskonar fólki.

LISTAMAÐURINN Karl Jóhann Jónsson opnaði sýninguna Albúm í stóra sal Hafnarborgar, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, um helgina.

"Þungamiðja sýningarinnar eru portrett af allskonar fólki. Þau eru oft hefðbundin og sýna þekkta jafnt sem óþekkta einstaklinga. Mörg verkin eru sviðsetningar byggðar á einskonar portrettminnum úr listasögunni þar sem nostalgíu er gefin laus taumurinn," segir á vef Hafnarborgar.

Einnig eru á sýningunni "portrett" af hlutum, einskonar uppstillingar, þar sem undirstrikað er það einstaka í fjöldanum.Verkin eru flest máluð með olíu á striga. Einnig verður gestaverk, höggmynd eftir Þór Sigmundsson steinsmið sem Karl hefur verið í samstarfi við.

Karl Jóhann útskrifaðist úr málaradeild MHÍ 1993 og hefur starfað við myndlist og garðyrkju síðan.

Sýningin Albúm í Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur 10. mars.