Á STJÓRNARFUNDI Viðskiptaháskólans á Bifröst sem haldinn var 15. febrúar sl. var Lilja Mósesdóttir, dr.phil. ráðin í stöðu prófessors við skólann á grundvelli dómnefndarmats.

Á STJÓRNARFUNDI Viðskiptaháskólans á Bifröst sem haldinn var 15. febrúar sl. var Lilja Mósesdóttir, dr.phil. ráðin í stöðu prófessors við skólann á grundvelli dómnefndarmats.

Lilja Mósesdóttir er fyrsta konan til að gegna stöðu prófessors í viðskipta- og hagfræði við íslenskan háskóla, segir í fréttatilkynningu. Árið 1998 varði Lilja doktorsritgerð sína við University of Manchester Institute of Science and Technology (UMIST), Management School. Áður hafði Lilja lokið M.A. gráðu í hagfræði frá University of Sussex, Bretlandi og B.A.A. gráðu í viðskipta- og hagfræði frá University of Iowa, Bandaríkjunum.

Undanfarin ár hefur Lilja starfað sem sérfræðingur og háskólakennari hér á landi og í Svíþjóð og á Grænlandi. Lilja hefur verið virkur þátttakandi í evrópskum rannsóknaverkefnum og stýrir nú rannsóknarverkefninu "Frá velferðarsamfélagi til þekkingarsamfélags" sem hlotið hefur styrk úr 5. rammaáætlun ESB (sjá nánar www.bifrost.is/wellknow ). Nýlega gaf breska forlagið Ashgate út bók Lilju sem ber heitið The Interplay Between Gender, Markets and the State in Sweden, Germany and the United States.