Kristín Margrét Jónsdóttir í Lyngbrekku með eina af íslensku hænunum.
Kristín Margrét Jónsdóttir í Lyngbrekku með eina af íslensku hænunum.
MINNA er nú um að fólk hafi heimilishænsni sem þýðir að fækkun hefur orðið í íslenska hænsnastofninum auk þess sem íslensku hænurnar hafa mjög víða á bæjum blandast öðrum kynjum svo sem hvítum og brúnum ítölum.

MINNA er nú um að fólk hafi heimilishænsni sem þýðir að fækkun hefur orðið í íslenska hænsnastofninum auk þess sem íslensku hænurnar hafa mjög víða á bæjum blandast öðrum kynjum svo sem hvítum og brúnum ítölum.

Fyrir nokkrum árum gerði Hallgrímur Sveinn Sveinsson hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins skýrslu um stofnstærð íslensku landnámshænunnar. Hann komst að þeirri niðurstöðu að líklega væru til tvö til þrjú þúsund fuglar í öllu landinu.

Íslenska hænan er þekkt fyrir að vera litskrúðug og ekki er auðvelt að lýsa lit hennar. Algengustu litirnir eru brúnn, grár, svartur og yrjóttur og oft eru litirnir ekki hreinir heldur eru til mörg afbrigði af dröfnóttu.

Samkvæmt skýrslunni er einfaldur kambur algengasta kambgerðin en aðrar kambgerðir eru tvöfaldur kambur, blöðru-eðakrónukambur svo og rósakambur.

Eitt af aðaleinkennum hænunnar er fjaðratoppur á höfði og finnst hann óvíða í öðrum hænsnakynjum nema ef vera skyldi í gömlum norrænum kyjum svo sem skánsku blómahænunni. Í Suður-Þingeyjarsýslu er nokkrir aðilar með íslensk hænsni og áhugi er fyrir því að halda þeim við. Vandamálið er lítill stofn og á mörgum bæjanna er ekki um hreinræktaða fugla að ræða.

Laxamýri. Morgunblaðið.

Höf.: Laxamýri. Morgunblaðið