FLUGLEIÐA-samsteypan mun ráða um 750 manns til starfa í sumar og þar af verða um eitt hundrað starfsmenn fastráðnir í tengslum við opnun Nordica-hótelsins í vor, sem verður stærsta hótel landsins. Þetta eru nokkuð fleiri starfsmenn en ráðnir voru í...

FLUGLEIÐA-samsteypan mun ráða um 750 manns til starfa í sumar og þar af verða um eitt hundrað starfsmenn fastráðnir í tengslum við opnun Nordica-hótelsins í vor, sem verður stærsta hótel landsins. Þetta eru nokkuð fleiri starfsmenn en ráðnir voru í fyrra. Störfin dreifast víða um landið, m.a. á Eddu-hótelin.

Fast að þrjú þúsund starfsmenn

Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir að hjá Flugleiðasamsteypunni séu menn bjartsýnni nú en í fyrra og gert sé ráð fyrir 7% fjölgun erlendra ferðamanna hjá Flugleiðum á árinu. "Við sjáum ágætis bókanir á flestum vígstöðvum, bæði til og frá landinu með Icelandair og eins hjá Flugleiðahótelunum og öðrum félögum á okkar vegum."