* ÖRN Sölvi Halldórsson frá GR og Steinunn Eggertsdóttir úr GKj verða verða liðsstjórar á vegum Golfsambands Íslands á þessu ári. Örn Sölvi mun sjá um piltalandsliðið en Steinunn hefur stúlknalandsliðið á sinni könnu.

* ÖRN Sölvi Halldórsson frá GR og Steinunn Eggertsdóttir úr GKj verða verða liðsstjórar á vegum Golfsambands Íslands á þessu ári. Örn Sölvi mun sjá um piltalandsliðið en Steinunn hefur stúlknalandsliðið á sinni könnu.

* BRYNJAR Björn Gunnarsson , landsliðsmaður í knattspyrnu og miðvallarleikmaður, framherjinn Chris Iwelumo og varnarmaðurinn Sergei Shtaniuk koma allir inn í lið Stoke í kvöld sem tekur á móti Walsall í ensku 1. deildinni í knattspyrnu.

* ÞEIR voru allir í leikbanni þegar Stoke steinlá fyrir Nottingham Forest í deildarleik á City Ground í Nottingham um síðustu helgi, 6:0.

* ÍSLENSKU leikmennirnir í norska liðinu Haslum voru atkvæðamiklir þegar liðið sigraði Oppsal , 27:21, í B-úrslitum norsku 1. deildarinnar í fyrrakvöld. Heimir Örn Árnason var maður leiksins og skoraði sex mörk, sem og Daníel Ragnarsson, og Theódór Valsson skoraði þrjú mörk.

* HASLUM stendur vel að vígi í úrslitakeppninni. Haslum og Kristianstad eru með 18 stig en Haslum á leik til góða, Heimdal og Fyllingen eru með 16 stig. Fjögur efstu liðin vinna sér sæti í norsku úrvalsdeildinni og tvö efstu fá sæti í 8-liða úrslitum um meistaratitilinn.