Sigurður Ingi Jónsson hefur verið ráðinn kosningastjóri Frjálslynda flokksins. Sigurður Ingi er 43 ára sjálfstætt starfandi ráðgjafi í markaðsmálum og upplýsingatækni.
Sigurður Ingi Jónsson hefur verið ráðinn kosningastjóri Frjálslynda flokksins. Sigurður Ingi er 43 ára sjálfstætt starfandi ráðgjafi í markaðsmálum og upplýsingatækni. Hann hefur setið í miðstjórn Frjálslynda flokksins frá 1999 og á einnig sæti í stjórn kjördæmisráðs Reykjavíkurkjördæma. Sigurður Ingi hefur próf í markaðssetningu og stjórnun frá Macquarie University, Sydney í Ástralíu. Þá lauk hann meistaragráðu í viðskiptafræði, MBA, frá Háskólanum í Reykjavík haustið 2002. Skrifstofa kosningastjóra Frjálslynda flokksins er í höfuðstöðvum flokksins í Aðalstræti 9, 101 Reykjavík. Skrifstofan er opin frá kl. 13-17 alla virka daga. Nánari upplýsingar eru á vef Frjálslynda flokksins á slóðinni www.xf.is.