Dómkirkjan.
Dómkirkjan.
Í DAG, miðvikudaginn 26. febrúar kl. 13:30, verður haldinn fræðslu- og umræðufundur í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a , um atvinnumissi - áhrif hans á líðan fólks og hvernig skynsamlegt er að bregðast við.

Í DAG, miðvikudaginn 26. febrúar kl. 13:30, verður haldinn fræðslu- og umræðufundur í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a , um atvinnumissi - áhrif hans á líðan fólks og hvernig skynsamlegt er að bregðast við.

Margir eiga vísan stuðning frá fjölskyldu, vinum, kirkjunni og félagasamtökum, þegar þeir verða fyrir mótlæti sem atvinnumissi. Engu að síður getur verið gagnlegt að koma saman og leiða hugann að því hvaða áhrif mótlæti sem þetta hefur á hugarástand og líðan fólks, hvernig hægt er að glíma við erfiðleikana og forðast lífskreppu. Þess vegna stendur kærleiksþjónustusvið Biskupsstofu fyrir fræðslu- og umræðufundi.

Á fundinum mun Pétur Tyrfingsson sálfræðingur halda fyrirlestur með yfirskriftinni Ég þoli, ég get, ég skal ... Í erindinu mun hann ræða líðan fólks þegar það verður fyrir mótlæti eins og atvinnumissi og hvernig hægt er að bregðast skynsamlega við. Í framhaldi af fyrirlestrinum verður þátttakendum gefin kostur á umræðum.

Allir eru velkomnir.

Fundarstjóri er Bryndís Valbjarnardóttir guðfræðingur.

Helgistund í Grafarvogskirkju

HELGISTUND í hádegi kl. 12:00. alla miðvikudaga. Altarisganga og fyrirbænir. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörður Bragason.

Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir.

Prestar Grafarvogskirkju.