PAOLO Maldini, fyrirliði AC Milan, setti leikjamet í Evrópumótum félagsliða í knattspyrnu í gær. Maldini lék sinn 118.

PAOLO Maldini, fyrirliði AC Milan, setti leikjamet í Evrópumótum félagsliða í knattspyrnu í gær. Maldini lék sinn 118. Evrópuleik þegar lið hans vann Lokomotiv, 1:0, í Moskvu, í meistaradeild Evrópu, og bætti með því met landa síns, Giuseppes Bergomis, sem lék með erkifjendunum í Inter.

Maldini, sem er orðinn 35 ára gamall og hefur leikið með AC Milan frá árinu 1985, hefur leikið í heilar 90 mínútur í 113 af þessum 118 leikjum. Hann á leikjametið með ítalska landsliðinu, hefur spilað 126 leiki með því. Fyrir skömmu sagðist Maldini vonast eftir því að spila í það minnsta eitt tímabil í viðbót með AC Milan.