Sáttir á frumsýningardag. Aðstandendur sýningarinnar: Magnús Þór, Hildur, Eirún, Egill og Gísli.
Sáttir á frumsýningardag. Aðstandendur sýningarinnar: Magnús Þór, Hildur, Eirún, Egill og Gísli.
Á FÖSTUDAGINN var frumsýndur í Vesturportinu einleikurinn Herra maður eftir írska leikskáldið Enda Walsh, sem í fyrra átti leikverk í sama leikhúsi sem heitir Diskópakk.

Á FÖSTUDAGINN var frumsýndur í Vesturportinu einleikurinn Herra maður eftir írska leikskáldið Enda Walsh, sem í fyrra átti leikverk í sama leikhúsi sem heitir Diskópakk.

Það er Gísli Örn Garðarsson sem leikur í einleiknum, Thomas nokkurn Magill er býsna hornreka þar sem hann býr í litlum smábæ enda á hann erfitt með að skilja samferðamenn sína og er sífellt að mistúlka framkomu og hegðun annarra.

Leikstjóri verksins er Egill Heiðar Anton Pálsson en tónlistin, frumsamin og eftir aðra, er flutt af Hildi Ingunnard. Guðnadóttur sellóleikara. Leikmyndin er eftir Eirúnu Sigurðardóttur úr Gjörningaklúbbnum en þýðandi verksins er Magnús Þór Þorbergsson.