ÍSLANDSDAGUR verður haldinn hátíðlegur hinn 28. maí í Svíþjóð með yfirskriftinni hestur, orka og menning . Sendiráð Íslands í Svíþjóð stendur fyrir átaki til kynningar á Íslandi og er Íslandsdagurinn hluti af því.

ÍSLANDSDAGUR verður haldinn hátíðlegur hinn 28. maí í Svíþjóð með yfirskriftinni hestur, orka og menning. Sendiráð Íslands í Svíþjóð stendur fyrir átaki til kynningar á Íslandi og er Íslandsdagurinn hluti af því.

Íslandsdagurinn fer fram í Stokkhólmi og fara helstu viðburðir dagsins fram í Kungsträgården í hjarta borgarinnar. Garður þessi er afar vinsælt sýningarsvæðiog fara þar fram menningarviðburðir af ýmsum toga meðal annars mun Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, syngja og íslenskir hestar verða færðir sænskum líknarfélögum að gjöf.

Orkufyrirtæki, ferðaskrifstofur, hestafyrirtæki og fyrirtæki í matvælaiðnaði eru meðal þeirra sem kynna vörur sínar og þjónustu á Íslandsdaginn. Útflutningsráð Íslands mun einnig skipuleggja þátttöku nokkurra íslenskra tæknifyrirtækja og munu þau í sameiningu efna til ráðstefnu til að koma á viðskiptasamböndum við sænsk fyrirtæki.

Heimasíða Íslandsdagsins er www.islandsdagurinn.nu.