Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, Hafliði Kristjánsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Kaupþings banka, og Ivan Sokolov stórmeistari við undirritun samstarfssamningsins.
Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, Hafliði Kristjánsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Kaupþings banka, og Ivan Sokolov stórmeistari við undirritun samstarfssamningsins.
SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn og Kaupþing banki hf. hafa skrifað undir samstarfssamning. Samningurinn markar tímamót fyrir Hrókinn, sem teflir nú undir merkjum Kaupþings banka á Íslandsmóti skákfélaga. Þetta kemur fram í frétt frá Kaupþingi.

SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn og Kaupþing banki hf. hafa skrifað undir samstarfssamning. Samningurinn markar tímamót fyrir Hrókinn, sem teflir nú undir merkjum Kaupþings banka á Íslandsmóti skákfélaga. Þetta kemur fram í frétt frá Kaupþingi.

"Samningurinn við Kaupþing banka gerir Hróknum kleift að halda áfram að auðga íslenskt skáklíf með því að fá öfluga erlenda skákmenn til landsins," segir í fréttinni. "Framundan eru mörg stórverkefni og stuðningur Kaupþings hf. er Hróknum mjög mikilvægur í áframhaldandi sókn. Af hálfu Kaupþings banka er litið á stuðninginn við Hrókinn sem framlag til skákíþróttarinnar sem nú er í mikilli sókn og sérstaklega sem hvatningu til skákstarfs meðal barna og unglinga."