Inga Birna Friðjónsdóttir varð Íslandsmeistari í einstaklingskeppni og varð einnig FRÆ-meistari.
Inga Birna Friðjónsdóttir varð Íslandsmeistari í einstaklingskeppni og varð einnig FRÆ-meistari.
SÚ leiða villa slæddist inn í frétt um Íslandsmótið í frjálsum dansi í blaði gærdagsins að dansdrottningin, Inga Birna Friðjónsdóttir frá Sauðárkróki, var sögð hafa lent í þriðja sæti í flokki 13-17 ára.

SÚ leiða villa slæddist inn í frétt um Íslandsmótið í frjálsum dansi í blaði gærdagsins að dansdrottningin, Inga Birna Friðjónsdóttir frá Sauðárkróki, var sögð hafa lent í þriðja sæti í flokki 13-17 ára. Hið rétta er að hún sigraði í keppninni með glæsibrag.

Heiður Hallfreðsdóttir lenti í öðru sæti og Helga Jóna Markúsdóttir varð þriðja og að auki Reykjavíkurmeistari. Inga Birna varð svo einnig FRÆ-meistari í einstaklingskeppni.

Inga Birna og aðrir sem hlut eiga að máli eru hér með beðnir velvirðingar á mistökunum.