BAUGUR-ID tilkynnti í gær að félagið hefði enn aukið hlut sinn í breska matvörufyrirtækinu Big Food Group (BFG), með kaupum á 2,1 milljón hlutum í fyrirtækinu. Eignarhlutur Baugs hækkaði þar með í 21,3%, eða 73.191.564 hluti.

BAUGUR-ID tilkynnti í gær að félagið hefði enn aukið hlut sinn í breska matvörufyrirtækinu Big Food Group (BFG), með kaupum á 2,1 milljón hlutum í fyrirtækinu. Eignarhlutur Baugs hækkaði þar með í 21,3%, eða 73.191.564 hluti.

Talsmaður Baugs í Bretlandi sagði í samtali við Morgunblaðið að einfaldlega hefði verið um gott kauptækifæri að ræða, en bréf í BFG hafa lækkað að undanförnu. Stefna Baugs væri að kaupa í vænlegum breskum smásölufyrirtækjum. Kaupverð bréfanna fékkst ekki gefið upp, en ef miðað er við gengi í lok síðustu viku og á mánudag nam það um 130 milljónum króna.