AÐALFUNDUR Þróunarfélags Íslands ákvað í gær, að nafni félagsins yrði breytt í Framtak Fjárfestingarbanka hf. Þróunarfélag Íslands varð til í núverandi mynd með sameiningu Þróunarfélagsins og Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans í október.

AÐALFUNDUR Þróunarfélags Íslands ákvað í gær, að nafni félagsins yrði breytt í Framtak Fjárfestingarbanka hf.

Þróunarfélag Íslands varð til í núverandi mynd með sameiningu Þróunarfélagsins og Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans í október. Ásmundur Stefánsson, forstjóri félagsins, segir að fyrsta verk stjórnar hafi verið að móta stefnu þess. "Í stuttu máli má segja að hún hafi falist í því að auka virka þátttöku í umbreytingarverkefnum, til að mynda þegar fé vantar inn í fyrirtæki. Það getur verið vegna eigendaskipta, samruna eða útrásar, svo dæmi séu nefnd," segir Ásmundur, "þá er einnig horft til þess að veita stuðning með þátttöku í stjórnum fyrirtækjanna."