ÞEIM sem fá skyndileg einkenni frá baki eða hálsi verður boðið upp á nýja þjónustu sem nefnist Bakvaktin, frá og með 24. febrúar. Þar er veitt fyrsta hjálp og ráðleggingar samdægurs alla daga vikunnar hjá sérfræðingi í bak- og hálsvandamálum.

ÞEIM sem fá skyndileg einkenni frá baki eða hálsi verður boðið upp á nýja þjónustu sem nefnist Bakvaktin, frá og með 24. febrúar. Þar er veitt fyrsta hjálp og ráðleggingar samdægurs alla daga vikunnar hjá sérfræðingi í bak- og hálsvandamálum. Markmið þjónustunnar er að stytta þann tíma sem fólk er með einkenni frá baki og hálsi og minnka hættuna á að það missi úr vinnu vegna slíkra einkenna.

Tekið er við pöntunum í síma alla daga vikunnar kl. 8-22. Virka daga er boðið upp á þessa þjónustu á kvöldin kl. 18-21 og um helgar kl. 12-16.

Eyþór Kristjánsson verður á Bakvaktinni þetta árið en hann er fagstjóri Hreyfigreiningar, sem er til húsa að Höfðabakka 9, 110 Reykjavík þar sem þessi sérfræðiþjónusta er veitt. Eyþór er sérfræðingur í stoðkerfisfræðum og lektor við HÍ en hann er að ljúka doktorsnámi frá Læknadeild HÍ. Gjald fyrir komu er samkvæmt taxta Tryggingastofnunar, segir í fréttatilkynningu.