VEGNA frétta af vélsleðaslysi í Bláfjöllum í blaðinu fyrir helgina vill Sigurður Sigurðsson, faðir annars þeirra er lenti í slysinu, koma á framfæri athugasemd.

VEGNA frétta af vélsleðaslysi í Bláfjöllum í blaðinu fyrir helgina vill Sigurður Sigurðsson, faðir annars þeirra er lenti í slysinu, koma á framfæri athugasemd.

Segir hann að þau tvö sem lentu í slysinu telji sig hafa verið á svæði milli Hákolla og Kerlingarhnúka sem séu austan við fólkvanginn eins og fram hafi komið í frétt af slysinu 21. febrúar. "Eins og kom fram í frétt Mbl. þá voru þau á heimleið en bifreiðin sem flutti sleðann var geymd skammt sunnan eða austan við skíðaskálann á skíðasvæðinu og var ferðinni heitið þangað," segir hann í athugasemd sinni.

Ekki sé rétt sem lesa megi úr viðtali við Grétar Hall Þórisson, forstöðumann skíðasvæðisins í Bláfjöllum, 22. febrúar, að þau hafi brotið bann við vélsleðaakstri í fólkvanginum í Bláfjöllum.