INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir hefur sent frá sér eftirfarandi vegna yfirlýsingar stjórnar Landssambands lögreglumanna: "Vegna yfirlýsingar frá stjórn Landssambands lögreglumanna vil ég að eftirfarandi komi fram: Það er fráleitt að túlka það sem ég...

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir hefur sent frá sér eftirfarandi vegna yfirlýsingar stjórnar Landssambands lögreglumanna:

"Vegna yfirlýsingar frá stjórn Landssambands lögreglumanna vil ég að eftirfarandi komi fram: Það er fráleitt að túlka það sem ég sagði í ræðu minni í Borgarnesi þann 9. febrúar sl. sem gagnrýni á einstakar stofnanir í landinu. Ég beindi orðum mínum að stjórnmálamönnum sem með orðum sínum og yfirlýsingum um einstök fyrirtæki og einstaklinga geta gert daglegt starf eftirlitsstofnana hins opinbera tortryggilegt.

Slíkt er afar óheppilegt og stjórnmálamenn gera engum greiða með dylgjum eða sleggjudómum af nokkru tagi. Mér þykir miður ef lögreglumenn sjá ástæðu til þess að taka gagnrýni mína á stjórnmálamenn til sín og finnst þeir reyndar teygja sig heldur langt til þess að blanda sér í hina pólitísku umræðu sem skapast hefur vegna þessara orða minna."