Pétur Marteinsson
Pétur Marteinsson
STOKE City hefur áfrýjað rauða spjaldinu sem Pétur Marteinsson fékk í leik liðsins gegn Nottingham Forest í ensku 1. deildinni í knattspyrnu um síðustu helgi. Pétri var þá vísað af velli í fyrri hálfleik fyrir að verja skot með hendi.

STOKE City hefur áfrýjað rauða spjaldinu sem Pétur Marteinsson fékk í leik liðsins gegn Nottingham Forest í ensku 1. deildinni í knattspyrnu um síðustu helgi. Pétri var þá vísað af velli í fyrri hálfleik fyrir að verja skot með hendi.

Tony Pulis, knattspyrnustjóri, telur að myndband sýni svo ekki verði um villst að ekki hafi verið um viljaverk að ræða hjá Pétri. "Við getum ekkert gert við vítaspyrnunni sem dæmd var og þetta hefði ekki breytt úrslitum leiksins. En við viljum gera það sem hægt er til að koma í veg fyrir að Pétur fari í eins leiks bann og teljum að myndbandið geti vegið þungt þegar knattspyrnusambandið skoðar málið," sagði Pulis á heimasíðu Stoke í gær.

Fari Pétur í bann getur hann ekki leikið með Stoke gegn Ipswich 8. mars.