EKKI hafa allir þeir sem andvígir eru stíflugerð við Kárahnjúka kosið að mæta á Austurvöll í hádeginu - en þökk hafið þið öll sem þar hafið mætt. Ég vona að svipuð stemmning og ríkti í Borgarleikhúsinu hafi blundað innra með ykkur í haust og í vetur.

EKKI hafa allir þeir sem andvígir eru stíflugerð við Kárahnjúka kosið að mæta á Austurvöll í hádeginu - en þökk hafið þið öll sem þar hafið mætt. Ég vona að svipuð stemmning og ríkti í Borgarleikhúsinu hafi blundað innra með ykkur í haust og í vetur. Þvílíkt hitamál sem ekki var til umræðu fyrir síðustu kosningar á að keyra í gegn og hunsa óskir landsmanna um þjóðaratkvæði.

Ég rakst á bæn í BÆNABÓK sem séra Karl Sigurbjörnsson tók saman 1992 og á hún vel við - fyrir alla aðila málsins og hljóðar þannig "Guð í önnum dagsins - Við þökkum þér, Guð, fyrir dagleg störf. Lát okkur skilja að við vinnum ekki aðeins fyrir okkur sjálf, heldur allan heiminn sem þú hefur skapað. Gef okkur gleði og kraft og færni í störfum okkar öllum. Hjálpa okkur þegar vinnan er okkur erfið og einhæf, og þegar atvinnuöryggi er ógnað. Lát deilur og andstæð sjónarmið fá lausn á þann hátt sem verður öllum fyrir bestu. Gef okkur hugrekki og fúsleik að standa gegn ranglæti. Ver nálægur okkur í því sem auðvelt er, og í erfiðleikum öllum, nú og ávallt. Í Jesú nafni. Amen." Ég vil að lokum skora á Guðmund Pál Ólafsson að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands.

SVEINN JÓHANNSSON,

stjórnarmaður í Sjálfboðaliðasamtökum um náttúruvernd.

Frá Sveini Jóhannssyni:

Höf.: Sveini Jóhannssyni