Ráðist verður í tvöföldun Reykjanesbrautarinnar áður en hafist verður handa við gerð mislægra gatnamóta við Arnarnesveg. Hugmyndir eru um að þau verði með svokallaðri hringtorgslausn eins og hér sést.
Ráðist verður í tvöföldun Reykjanesbrautarinnar áður en hafist verður handa við gerð mislægra gatnamóta við Arnarnesveg. Hugmyndir eru um að þau verði með svokallaðri hringtorgslausn eins og hér sést.
HUGMYNDIR eru uppi um að svokölluð hringtorgslausn verði notuð við útfærslu mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar og hefur bæjarráð Kópavogs sagt sig jákvætt í garð þeirra.

HUGMYNDIR eru uppi um að svokölluð hringtorgslausn verði notuð við útfærslu mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar og hefur bæjarráð Kópavogs sagt sig jákvætt í garð þeirra. Ekki er þó útlit fyrir að ráðist verði í gerð gatnamótanna á næstu árum.

Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar, umdæmisstjóra Vegagerðarinnar í Reykjanesumdæmi, hafa ýmsar lausnir verið uppi á og meðal annars hefur verið litið til mislægu gatnamótanna við Höfðabakka og Mjódd í Reykjavík í því sambandi.

"Þegar umferðarspár voru endurskoðaðar eftir að Svæðisskipulaginu lauk komu fleiri lausnir til skoðunar, meðal annars svona stórt hringtorg og það er sú lausn sem þarna er verið að tala um."

Hann segir útfærslu slíkra gatnamóta verða á þá leið að hringtorgið verði hluti af tveimur brúm yfir Reykjanesbrautina. "Þannig að umferð af Arnarnesveginum fer alltaf á þetta hringtorg á Reykjanesbrautina og rampar af og frá Reykjanesbraut koma einnig inn á hringtorgið." Slíkt torg kæmi í stað umferðarljósa, sem tryggi jafnara umferðarflæði yfir gatnamótin allan daginn.

Að sögn Þórarins Hjaltasonar, bæjarverkfræðings í Kópavogi, ganga Vegagerðin og bæjaryfirvöld í Kópavogi út frá því að ráðast fyrst í tvöföldun Reykjanesbrautarinnar brautarinnar að Kaplakrika, áður en hafist verði handa við gatnamótin en stefnt er að því að byrja á tvöföldun brautarinnar í vor.

Jónas staðfestir þetta og segir það ráðast af samgönguáætlun, sem nú er til umfjöllunar Alþingis, hvenær fræmkvæmdir við gatnamótin geti hafist. "Hvort það er einhvers staðar á árunum 2005-2010 verður að koma í ljós," segir hann.