REIKNA má með að róðurinn geti orðið þungur fyrir lið Gróttu/KR um næstu helgi þegar liðið sækir sænska úrvalsdeildarliðið Sävehof heim í fyrri viðureign liðanna í 8 liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik.

REIKNA má með að róðurinn geti orðið þungur fyrir lið Gróttu/KR um næstu helgi þegar liðið sækir sænska úrvalsdeildarliðið Sävehof heim í fyrri viðureign liðanna í 8 liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik. Sävehof hefur verið á gríðarlegri siglingu á undanförnum vikum. Liðið hefur ekki tapað leik á árinu og í síðustu 11 leikjum sínum í deildinni er uppskeran 10 sigrar og eitt jafntefli. Sävehof sigraði Skvöde í fyrrakvöld, 30:24, og er í 2.-3. sæti úrvalsdeildarinnar ásamt Drott með 39 stig en í toppsætinu eru Magnus Wislander og samherjar hans í Redbergslid með 45 stig.

Fyrri leikur Sävehof og Gróttu/KR verður í Scandinavium-höllinni í Gautaborg á laugardaginn og síðari leikurinn helgina eftir á Seltjarnarnesi.