HRINGSKONUR fengu bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins árið 2003. Verðlaunin voru veitt á flokksþingi Framsóknar um helgina.

HRINGSKONUR fengu bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins árið 2003. Verðlaunin voru veitt á flokksþingi Framsóknar um helgina.

Í ræðum Áslaugar Bjargar Viggósdóttur, formanns Hringsins, og Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, kom fram að flokkurinn hefur lengi tengst byggingu Barnaspítala Hringsins. Ingibjörg Pálmadóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, tók fyrstu skóflustungu sjúkrahússins, Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra opnaði spítalann formlega á dögunum og Siv Friðleifsdóttir og Hjálmar Árnason hafa verið formenn bygginganefndar.

Á myndinni tekur Áslaug Björg Viggósdóttir við verðlaununum úr hendi Halldórs Ásgrímssonar.