INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, sagði laun forstjóra Kaupþings "út úr Íslandskortinu" í fréttaþættinum Hér og nú í Ríkisútvarpinu í gærmorgun. "Enda má kannski segja að Kaupþing sé vaxið út úr kortinu.

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, sagði laun forstjóra Kaupþings "út úr Íslandskortinu" í fréttaþættinum Hér og nú í Ríkisútvarpinu í gærmorgun.

"Enda má kannski segja að Kaupþing sé vaxið út úr kortinu. Þessi laun endurspegla fyrst og fremst hvílík reginhöf aðskilja þá sem hæst hafa launin og svo almenna launþega. Það er auðvitað ákveðin hætta á því að menn sem hafa slík laun rofni úr tengslum við raunveruleikann."

Þá sagði hún hæpið að miða við laun í útlöndum hvað þetta varðar en Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, sagði í þættinum að enginn lyfti brúnum yfir launagreiðslunum erlendis.

"Almenningi í öðrum löndum finnst nóg um þær launagreiðslur sem forstjórar þar taka. Það má kannski á móti segja að það er kostur að Kaupþing hefur höfuðstöðvar sínar hér á landi og forstjóri fyrirtækisins telur fram til skatts hér," sagði Ingibjörg Sólrún.