Sjítar vilja beinar kosningar í Írak og þar með völdin í landinu.
Sjítar vilja beinar kosningar í Írak og þar með völdin í landinu.
JOHN Abizaid hershöfðingi og yfirmaður bandarísku herstjórnarinnar í Írak og Afganistan sagði í gær, að hugsanlegt væri, að borgarastyrjöld brytist út í Írak ef allt færi á versta veg. Hann kvaðst þó telja það ólíklegt.

JOHN Abizaid hershöfðingi og yfirmaður bandarísku herstjórnarinnar í Írak og Afganistan sagði í gær, að hugsanlegt væri, að borgarastyrjöld brytist út í Írak ef allt færi á versta veg. Hann kvaðst þó telja það ólíklegt.

"Ég tel, að fari allt á versta veg í samskiptum þjóða- og trúarhópanna í Írak, geti verið hætta á borgarastyrjöld en mér finnst ekki líklegt, að sú verði raunin," sagði Abizaid í Washington. Kvaðst hann búast við auknu ofbeldi í landinu eftir því sem nær drægi valdaafsalinu í hendur Íraka sjálfra, af hálfu stuðningsmanna Saddams Husseins og íslamskra samtaka á borð við al-Qaeda.

Ricardo Sanchez, hershöfðingi og yfirmaður landhers bandalagsríkjanna í Írak, sagði í gær, að liðsmenn al-Qaeda hefðu verið að koma sér fyrir í landinu. Það hefði komið í ljós er liðsmaður samtakanna hefði verið handtekinn nálægt landmærunum við Íran í síðustu viku.

Washington. AFP.

Höf.: Washington. AFP