Börnin mátuðu nýju endurskinsvestin.
Börnin mátuðu nýju endurskinsvestin.
Búi Örlygsson frá Landsbankanum á Akranesi kom færandi hendi í leikskólann Garðasel þar í bær þegar hann kom með 30 endurskinsvesti sem hann færði börnunum. Auk þess fengu leikskólarnir Teigasel og Vallarsel sams konar gjöf.

Búi Örlygsson frá Landsbankanum á Akranesi kom færandi hendi í leikskólann Garðasel þar í bær þegar hann kom með 30 endurskinsvesti sem hann færði börnunum. Auk þess fengu leikskólarnir Teigasel og Vallarsel sams konar gjöf.

Gjöfin kemur í góðar þarfir því þegar leikskólabörnin fara í gönguferðir eru þau íklædd slíkum vestum. Börnin venjast því fljótt að það er nauðsynlegt að vera vel merktur í umferðinni og vonandi skilar það sér þegar þau eldast að þeim finnst þetta eðlilegur hlutur, eins og segir í frétt á vef Akraneskaupstaðar.