Árleg sýning og keppni Blaðaljósmyndarafélags Íslands um bestu myndir ársins 2003 hefst 28. feb. nk. í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs.

Árleg sýning og keppni Blaðaljósmyndarafélags Íslands um bestu myndir ársins 2003 hefst 28. feb. nk. í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs. Í ár tóku 30 ljósmyndarar þátt í keppninni og af þeim 915 myndum sem voru sendar inn voru rúmlega 180 valdar á sýninguna.

Tíu mismunandi verðlaun verða veitt við opnunina, þar á meðal fyrir Mynd ársins, Fréttamynd ársins og fleiri. Að þessu sinni hefst sýningin kl. 20 og segir í fréttatilkynningu að félagið voni að sú nýbreytni mælist vel fyrir. Einnig verður boðið upp á léttar veitingar og tónlist með myndlist ljósmyndaranna.