ALÞJÓÐLEGA Reykjavíkurskákmótið fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 7.-16. mars nk. Mótið er jafnframt afmælismót, hið 21. í röðinni, en fyrsta Reykjavíkurmótið var haldið í Lídó árið 1964.

ALÞJÓÐLEGA Reykjavíkurskákmótið fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 7.-16. mars nk. Mótið er jafnframt afmælismót, hið 21. í röðinni, en fyrsta Reykjavíkurmótið var haldið í Lídó árið 1964. Þáverandi formaður Taflfélags Reykjavíkur, Jóhann Þórir Jónsson, átti mestan þátt í að koma mótinu af stað sem er fyrsti reglulegi alþjóðlegi viðburðurinn sem tengdur er nafni Reykjavíkur, segir í fréttatilkynningu.

Margir öflugir alþjóðlegir stórmeistarar hafa skráð sig til leiks. Einnig er búist við þátttöku fjölmargra kvenna. Sá keppandi sem mun sennilega vekja mesta athygli er norska undrabarnið Magnús Carlsen sem er aðeins 13 ára gamall. Hann sigraði í C-flokki Corus-mótsins í Wijk aan Zee á dögunum og hlaut þar sinn fyrsta áfanga að stórmeistaratitli.