HOWARD Dean, fyrrverandi ríkisstjóri Vermont, hefur leyst kosningastjóra sinn, Joe Trippi, frá störfum eftir að hafa tapað fyrir öldungadeildarþingmanninum John Kerry í forkosningum demókrata í New Hampshire og Iowa.

HOWARD Dean, fyrrverandi ríkisstjóri Vermont, hefur leyst kosningastjóra sinn, Joe Trippi, frá störfum eftir að hafa tapað fyrir öldungadeildarþingmanninum John Kerry í forkosningum demókrata í New Hampshire og Iowa.

Trippi stjórnaði mjög árangursríkri fjársöfnun Deans á Netinu í fyrra. Trippi ákvað að segja af sér frekar en að þiggja annað starf, að sögn talsmanna Deans. Roy Neel, ráðgjafi Als Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, var ráðinn kosningastjóri Deans.

Burlington. AFP.