BANDARÍSKUR dómari hefur fyrirskipað olíufyrirtækinu Exxon Mobil að greiða um 6,75 milljarða dollara, 465 milljarða króna, í skaðabætur og vexti vegna olíuskipsins Exxon Valdez sem strandaði við strönd Alaska árið 1989 og olli mestu olíumengun í sögu...

BANDARÍSKUR dómari hefur fyrirskipað olíufyrirtækinu Exxon Mobil að greiða um 6,75 milljarða dollara, 465 milljarða króna, í skaðabætur og vexti vegna olíuskipsins Exxon Valdez sem strandaði við strönd Alaska árið 1989 og olli mestu olíumengun í sögu Bandaríkjanna.

Málaferlin vegna slyssins hafa staðið í áratug og stjórnendur Exxon Mobil segjast ætla að áfrýja nýja úrskurðinum.

Umdæmisdómarinn Russel Holland komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið ætti að greiða 4,5 milljarða dollara í skaðabætur og 2,25 milljarða í vexti. Greiðslurnar eiga að renna til 32.000 sjómanna, frumbyggja Alaska, landeigenda, smáfyrirtækja og sveitarfélaga sem urðu fyrir tjóni vegna mengunarinnar.

Anchorage. AP.

Höf.: Anchorage. AP