Breyting á nafni staðfest | Félagsmálaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun hreppsnefndar Gerðahrepps um breytingu á nafni sveitarfélagsins. Framvegis heitir það Sveitarfélagið Garður.

Breyting á nafni staðfest | Félagsmálaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun hreppsnefndar Gerðahrepps um breytingu á nafni sveitarfélagsins. Framvegis heitir það Sveitarfélagið Garður.

Jafnframt hefur ráðuneytið staðfest nýja samþykkt um stjórn og fundarsköp fyrir Sveitarfélagið Garð, að því er fram kemur á vef ráðuneytisins, en samkvæmt henni mun hreppsnefnd framvegis nefnast bæjarstjórn og sveitarstjóri fá titilinn bæjarstjóri. Það hefur í för með sér að hreppsnefndarmenn verða bæjarfulltrúar og oddviti fær titilinn forseti bæjarstjórnar.

Staðfesting ráðuneytisins verður lögð fram á fundi bæjarstjórnar næstkomandi miðvikudag og tekur þá gildi. Þá verður í fyrsta skipti kosið í bæjarráð.