Stefán Jónsson og Gísli Pétur Hinriksson í leikritinu Erling.
Stefán Jónsson og Gísli Pétur Hinriksson í leikritinu Erling.
FJÓRAR sýningar á leikritinu Erling verða á Nýja sviði Borgarleikhússins á næstu dögum, sú fyrsta annað kvöld. Leikritið, sem er eftir norska leikskáldið Axel Hallstenius, var frumsýnt í september og sýnt bæði í Loftkastalanum og á Akureyri.

FJÓRAR sýningar á leikritinu Erling verða á Nýja sviði Borgarleikhússins á næstu dögum, sú fyrsta annað kvöld. Leikritið, sem er eftir norska leikskáldið Axel Hallstenius, var frumsýnt í september og sýnt bæði í Loftkastalanum og á Akureyri. Hallgrímur Helgason þýddi verkið og staðfærði.

Leikritið fjallar um þá félaga Erling og Kalla Bjarna sem kynnast á hæli. Stefán Jónsson leikur titilhlutverkið og Jón Gnarr leikur Kalla Bjarna. Með önnur hlutverk fara Gísli Pétur Hinriksson og Hildigunnur Þráinsdóttir.