SIGGEIR Björnsson, fyrrverandi bóndi og hreppstjóri, er látinn í Reykjavík, 85 ára að aldri. Siggeir fæddist í Holti á Síðu 15. janúar árið 1919 og bjó þar til sjötugs uns hann fluttist til Reykjavíkur en dvaldist að sumrum í Holti.

SIGGEIR Björnsson, fyrrverandi bóndi og hreppstjóri, er látinn í Reykjavík, 85 ára að aldri. Siggeir fæddist í Holti á Síðu 15. janúar árið 1919 og bjó þar til sjötugs uns hann fluttist til Reykjavíkur en dvaldist að sumrum í Holti.

Siggeir varð hreppstjóri Kirkjubæjarhrepps árið 1956 og var kosinn í sveitarstjórn 1958. Hann var um tíma formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og var varaþingmaður Sjálfstæðisflokks 1974-1978 og 1979-1983. Hann sat á Alþingi 1980 sem utanflokksþingmaður L-lista.

Siggeir tók virkan þátt í félagsmálum í sinni sveit og var í ýmsum nefndum á vegum sveitarfélagsins. Hann beitti sér m.a. fyrir byggingu Kirkjubæjarskóla og heilsugæslustöðvar á Kirkjubæjarklaustri. Þá var Siggeir fréttaritari Morgunblaðsins um áratugaskeið.

Eftirlifandi eiginkona Siggeirs er Margrét K. Jónsdóttir og lætur hann eftir sig tvær dætur.