[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ólafsfjörður | Egill Sigvaldason í Ólafsfirði hefur mikinn áhuga á jólasveinum, raunar svo mikinn að hann safnar þeim og á örugglega fleiri sveina en flestir aðrir.

Ólafsfjörður | Egill Sigvaldason í Ólafsfirði hefur mikinn áhuga á jólasveinum, raunar svo mikinn að hann safnar þeim og á örugglega fleiri sveina en flestir aðrir.

Morgunblaðið kíkti til Egils þegar svolítið var liðið á janúarmánuð eða um það bil sem hann var að taka jólaskrautið niður. Þá var Egill reyndar nýbúinn að taka niður alla jólasveinana sem hann hengdi í loftið í stofunni og víðar um húsið.

Það má segja að íbúð Egils hafi öll verið undirlögð af jólasveinum, smáum sem stórum. "Ég byrjaði að safna þeim fyrir nokkrum árum," segir Egill, "og ég kaupi alltaf nýja og nýja jólasveina. Með þeim fyrstu sem ég keypti var jóalsveinn sem var til sölu í gamla Valberg, verslun í Ólafsfirði (þar sem Egill starfaði sjálfur um áratugaskeið). Hann seldist ekki og þá bara keypti ég hann sjálfur. Hann var afskaplega fallegur og er enn. Þeim hefur síðan fjölgað jafnt og þétt en ég hef ekki hugmynd um hvað þeir eru orðnir margir. Ég fékk bara áhuga á þessum jólasveinum og það er svo sem ekkert meira um það að segja," segir Egill brosandi.