ATHYGLISBRESTUR með ofvirkni, eða ADHD, er oft kallaður ofvirkni í daglegu tali.
ATHYGLISBRESTUR með ofvirkni, eða ADHD, er oft kallaður ofvirkni í daglegu tali. Ofvirknin birtist í hegðunartruflun sem kemur yfirleitt snemma fram, fyrir 7 ára aldur, og getur haft mikil áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlögun, að því er segir í bæklingi frá Foreldrafélagi barna með ADHD. Heilkennið er algerlega óháð greind, og sýna rannsóknir að um 5% barna og unglinga glíma við ofvirkni. Þrír af hverjum fjórum sem hafa heilkennið eru drengir, en það gæti stafað af því að stúlkur koma síður til greiningar en drengir. ADHD kemur þannig fram að barnið eða unglingurinn á erfitt með að einbeita sér að viðfangsefnum sínum, sérstaklega ef verkefnið krefst mikillar einbeitingar. Auðvelt er að trufla einstaklinga með heilkennin og oft fylgir gleymska og skipulagserfiðleikar.