Vornótt eina, er heiðblær hristi himindögg af bjarkarkvisti, og á fölva fjallatinda færðist bjarmi af morgunsól, langt í dalsins friði frammi fæddist hann - í grænum hvammi. Þar við upptök austurlinda átti hann sitt fyrsta ból.

Vornótt eina, er heiðblær hristi

himindögg af bjarkarkvisti,

og á fölva fjallatinda

færðist bjarmi af morgunsól,

langt í dalsins friði frammi

fæddist hann - í grænum hvammi.

Þar við upptök austurlinda

átti hann sitt fyrsta ból.

Og í logni ljósrar nætur

lítill hestur brölti á fætur,

- enn eitt lífsins undur skeði

inn við hjarta þessa lands.

Hróðugt gnegg þá heyrðist gjalla

hátt á milli blárra fjalla.

Hóf þar flug hin frjálsa gleði

fífilbleikrar móður hans.

- - -

Jóhannes úr Kötlum

Höf.: Jóhannes úr Kötlum