Svona lítur bók Le Calvez út. Óneitanlega eru sláandi líkindi í gangi.
Svona lítur bók Le Calvez út. Óneitanlega eru sláandi líkindi í gangi.
FRANSKI rithöfundurinn Franck le Calvez hefur farið með mál fyrir franska dómstóla þar sem hann heldur því fram að Disney-kvik myndaverið og Pixar-kvikmyndir, hafi stolið fyrirmyndum að fiskapersónum í teiknimyndinni Leitin að Nemó , úr myndskreyttum...

FRANSKI rithöfundurinn Franck le Calvez hefur farið með mál fyrir franska dómstóla þar sem hann heldur því fram að Disney-kvik myndaverið og Pixar-kvikmyndir, hafi stolið fyrirmyndum að fiskapersónum í teiknimyndinni Leitin að Nemó, úr myndskreyttum barnabókum hans.

Rithöfundurinn segir að mikil líkindi séu með fiskapersónunni Pierrot trúðsfiski í bókum hans og aðalsöguhetjunni í Disney-myndinni. Hann segir að auk þess hafi aðrar persónur í myndinni sameiginleg einkenni með sköpunarverki hans í barnabókunum. Rithöfundur þessi segist hafa verið tilneyddur að fara með málið fyrir dómstóla eftir að frönsk bókabúð hætti að selja barnabækur hans vegna ótta við að Disney risinn færi í mál við þá, jafnvel þó svo að bækur hans hafi komið út áður en myndin kom til sögunnar.

Rithöfundurinn vill að franskir dómstólar setji lögbann á sölu á hvers konar Nemó-varningi eða aukahlutum sem Disney selur, og líkjast höfundarverki hans Pierrot trúðsfiski.

Disney harðneitar öllum stuldi, enda miklir peningar í húfi, því hin bandaríska teiknimynd um fiskinn Nemó hefur heldur betur slegið í gegn, var vinsælasta mynd síðasta árs og er tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna, þ.ám. sem besta teiknimyndin.