TÓNLISTAR- og spjallþátturinn Af fingrum fram er á dagskrá Sjónvarpsins í kvöld. Þáttastjórnandi er píanóleikarinn geðþekki Jón Ólafsson.

TÓNLISTAR- og spjallþátturinn Af fingrum fram er á dagskrá Sjónvarpsins í kvöld. Þáttastjórnandi er píanóleikarinn geðþekki Jón Ólafsson.

Gestur Jóns í kvöld er trommuleikarinn Gunnlaugur Briem, sem steig fram í sviðsljósið kornungur með hljómsveitinni Mezzoforte um 1980 og þótti strax með betri trymblum þjóðarinnar. Síðan hefur hann komið víða við, verið vinsæll sessjónmaður og spilað inn á plötur með ótal tónlistarmönnum.

Í þættinum ræðir Jón við Gunnlaug, bregður upp svipmyndum frá ferli hans og tekur með honum lagið.

Dagskrárgerð var í höndum Jóns Egils Bergþórssonar. Þátturinn er textaður á síðu 888 í Textavarpi.

Af fingrum fram er á dagskrá Sjónvarpsins klukkan 21.45 í kvöld.