Hagnaður Íslenskra verðbréfa á síðasta ári nam 120 milljónum króna samanborið við 45 milljónir árið 2002. Hagnaður fyrir skatt nam 146,5 milljónum króna en var 55 milljónir árið 2002. Arðsemi eigin fjár félagsins var 74% á árinu.

Hagnaður Íslenskra verðbréfa á síðasta ári nam 120 milljónum króna samanborið við 45 milljónir árið 2002.

Hagnaður fyrir skatt nam 146,5 milljónum króna en var 55 milljónir árið 2002. Arðsemi eigin fjár félagsins var 74% á árinu.

Heildartekjur félagsins jukust úr 268 milljónum árið 2002 í 333 milljónir árið 2003.

Eignir félagsins þann 31.12.2003 voru 641,6 milljónir króna samanborið við 1.017 milljónir í árslok 2002. Eigið fé félagsins nam 330 milljónum króna í árslok. Eiginfjárhlutfall félagsins, CAD-hlutfall, er í lok árs 52% en hlutfallið má ekki vera lægra en 8%.

Heildarhlutafé í árslok nam 125,5 milljónum króna. Í lok árs voru hluthafar 16 og áttu tveir hluthafar yfir 10% hlut í félaginu, Sparisjóður Norðlendinga 42,3% og Lífeyrissjóður Norðurlands 12,9%.

Í fréttatilkynningu er haft eftir Sævari Helgasyni framkvæmdastjóra Íslenskra verðbréfa að aðstandendur þess séu mjög ánægðir með árangurinn á árinu, bæði með tilliti til afkomu sem og vaxtar eigna í stýringu hjá félaginu.