Félagsstarf Gerðubergs kl. 16 Kristinn Reinholt Alexandersson opnar sína fyrstu opinberu myndlistarsýningu. Kristinn er fæddur í Reykjavík 18. janúar 1939.
Félagsstarf Gerðubergs kl. 16 Kristinn Reinholt Alexandersson opnar sína fyrstu opinberu myndlistarsýningu. Kristinn er fæddur í Reykjavík 18. janúar 1939. Hann ólst upp í föðurhúsum og leikvangurinn var aðallega Austurvöllur og Dómkirkjan þar sem afi hans var kirkjuvörður. Mjög snemma bar á listfengi Kristins og náði hann ungur tökum á málaralistinni. Ekki átti pensillinn þó hug hans allan, því hann var kominn í hljómsveit sem unglingur og þótti afbragðsgóður trommuleikari, spilaði m.a. til fjölda ára með hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar frá Selfossi betur þekkt sem "Steini spil". Kristinn er sjálfmenntaður listmálari utan þess að hafa sótt námskeið hjá Myndlistarskóla Íslands og Tómstundaskólanum. Hann hefur aðallega fengist við landslagsmyndir og átthagamyndir.

Gerðubergskórinn, undir stjórn Kára Friðrikssonar, syngur við opnunina.

Sýningin stendur fram í mars og er opin virka daga kl. 10-17, um helgar kl. 13-16.