Þorgerður Þorvaldsdóttir
Þorgerður Þorvaldsdóttir
"FJARVERA kvenna í pólitískum umræðuþáttum, bæði sem þátttakendur og stjórnendur, gerir það að verkum að þeir ná ekki að endurspegla á trúverðugan hátt þá þjóð sem í landinu býr, og jafnrétti í víðasta skilningi nær ekki að vera eðlilegur hluti af...

"FJARVERA kvenna í pólitískum umræðuþáttum, bæði sem þátttakendur og stjórnendur, gerir það að verkum að þeir ná ekki að endurspegla á trúverðugan hátt þá þjóð sem í landinu býr, og jafnrétti í víðasta skilningi nær ekki að vera eðlilegur hluti af hinni pólitísku orðræðu," segir Þorgerður Þorvaldsdóttir, kynja- og sagnfræðingur, um rannsókn sína í samtali við Morgunblaðið.

"Til þess að ná raunhæfum árangri í jafnréttismálum duga engar skyndilausnir, jafnrétti er ekki bara spurning um tíma. Til að árangur náist þarf pólitískan vilja og þor til þess að beita sértækum aðgerðum og leita þarf í þann þekkingargrunn sem býr í jafnréttis- og kynjafræðum," segir hún.