Á SUNNUDAGINN kemur í ljós hverjir verða andstæðingar Íslendinga í undankeppni HM í handknattleik. Þá verður dregið hvaða þjóðir mætast í einvígisleikjum um sæti á HM í Túnis 2005.

Á SUNNUDAGINN kemur í ljós hverjir verða andstæðingar Íslendinga í undankeppni HM í handknattleik. Þá verður dregið hvaða þjóðir mætast í einvígisleikjum um sæti á HM í Túnis 2005. Drátturinn fer fram í Tivoli-höllinni í Ljubljana, þar sem nýir Evrópumeistararnir verða krýndir síðar um daginn. Aðeins tvær þjóðir - Svíþjóð og Rússland, hafa orðið Evrópumeistarar. Þær eru báðar úr leik. 24 þjóðir taka þátt á heimsmeistaramótinu í Túnis 2005 og á sunnudaginn verða 18 Evrópuþjóðir í hattinum sem berjast um níu laus sæti á HM. Þrettán Evrópuþjóðir keppa á HM, Króatar eru þegar komnir með farseðilinn sem ríkjandi heimsmeistarar og þá tryggðu Danir, Þjóðverjar og Slóvenar sér farseðilinn á HM í gærkvöldi.

Drátturinn er styrkleikaskiptur og er Ísland í efri styrkleikaflokki ásamt Rússlandi, Svíþjóð, Spáni, Sviss, Frakklandi, Ungverjalandi, Serbíu/Svartfjallalandi og Tékklandi, en í öðrum styrkleikaflokki eru Portúgal, Úkraína, Pólland, Noregur, Slóvakía, Ítalía, Makedónía, Lettland og Grikkland.

Jöfnunarmark Íslands gegn Tékklandi á EM er því mikilvægt, því að ef íslenska liðið ekki náð jafntefli hefði það farið í annan styrkleikaflokk, en Portúgal í fyrsta.

Einvígisleikirnir um HM-sæti fara fram 29./30. maí og 5./6. júní.